Rumpulýðurinn enn á ferð!

Jæja!  Lögreglan hefur þó alltént sýnt af sér þá döngun að handtaka glæpamenn við afbrot sín.  En sjálfsagt eru þetta eignalausar landeyður á framfæri ættingja og við skattgreiðendur sitjum uppi með skaðann.
mbl.is Tveir mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Eru skemmdarverk ekki ofbeldi. Það er stundum talað um að beita ofbeldi gagnvart fólki, gagnvart dýrum og gagnvart hlutum.

Skemmdarverk eru ekki réttlætanleg. Það er ekki borgaraleg óhlýðni að skemma hluti og afsaka það síðan með því að segja að hinir ollu meiri skaða.

Aðalsteinn Baldursson, 13.1.2009 kl. 12:26

2 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

Amen

Anna Grétarsdóttir, 13.1.2009 kl. 12:33

3 identicon

Nei, það er ekki talað um ofbeldi gagnvart hlutum, bara lifandi verum. Því miður virðist vera ásættanlegra í augum ansi margra að beita fólk ofbeldi en að skemma eigur. Smávægileg skemmdarverk hljóta jafnvel meiri athygli en aðgerðir sem verða til þess að fólk missir ævisparnaðinn, vinnuna sína, húsin sín ... Þessi mótmæli eins og önnur þessa dagana og vikurnar eru til þess að beina sjónum fólks að ábyrgð þeirra sem hafa ráðið ferðinni. Hvað eru nokkrar brotnar rúður eða rauð málning miðað við brostnar vonir fólks og þá skuldabagga sem hlaðast á okkur og komandi kynslóðir? Ég veit ekki hvað þarf til að opna augu sumra, þetta er kannski ekki rétta leiðin til að vekja þá til meðvitundar sem vilja bara fá að sofa áfram, treysta ennþá óhæfum stjórnvöldum og æpa skríll á þá sem eru að reyna að vekja þá.

Ragnheiður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 13:24

4 identicon

Maður lemur þig til óbóta en þú beitir fyrir þig höndinni og skrámar hann á kinn. Þú ert útmálaður ofbeldisseggur en hinn sleppur.

Fjármálaöfl þessa lands og ríkisstjórn níðast á framtíð þinni og barna þinna með óráðssíu sinni og skuldum. Þú skvettir rauðu á stjórnarráðið eða brýtur eina myndavél og þú ert útmálaður níðingur. En ríkisstjórnin situr áfram og bankamenn þegja, og sleppa með allt saman... 

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 13:50

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ofbeldi er aðeins beint gegn lifandi verum. Ég tel að mótmælendur hafi sýnt ótrúlega stillingu og enginn þeirra veittist að ráðherrum þeim sem að kom. Einn talaði hávært við Geir og þeir sem vilja sjá ofbeldi í þessum kringumstæðum gætu hugsanlega bennt á það sem andlegt ofbeldi en þó held ég að það sé hæpið. Lögreglan beitir reglulega ofbeldi gegn þeim sem ekki fara eftir tilmælum hennar, enda hefur hún sérstakt einkaleyfi til valdbeitingar undir okkar stjórnskipan. 

Orð hafa merkingu meðan við notum þau jafnt í hvívetna. Þegar orð fara að hafa óteljandi mismunandi merkingar í mismunandi samhengjum. Þannig er orðið ábyrgð orðið ónothæft orð því enginn veit hvað það eiginlega stendur fyrir. Gerum ekki ofbeldi að ónothæfu orði.

Héðinn Björnsson, 13.1.2009 kl. 19:23

6 Smámynd: Þór Jóhannesson

2 handteknir fyrir eignarspjöll á eftirlitsmyndavél (gott og vel er rétt reynist)

0 handteknir fyrir að ræna heila þjóð framtíð sinni og stinga ágoðanum í vasann (óráðsvíkingar) - LANDRÁÐ.

0 handteknir fyrir að búa til kerfið þar sem 0 hafa verið handteknir fyrir að ræna heila þjóð framtíð sinni og stinga ágoðanum í vasann (ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks sl. 17 ár) - LANDRÁÐ.

Spurning hvernig fólk getur sætt sig við svona "smáborgararéttlæti" - sefur það betur ef það er hægt að hengja einhvern smákrimma? Réttlætir það ránið sem framið var (og er ennþá verið að fremja) á þjóðinni?

Ætli það sé e.t.v. pointið með svona fréttum að leyfa þessum grenjandi fullorðnu karlmönnum að fá útrás með upphrópunum eins og Halldór hér!

Þór Jóhannesson, 13.1.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband