28.3.2009 | 18:08
Landsfundarhófinu startað of snemma!
Ég er einn fulltrúa á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins og hlýddi á ræðu Davíðs Oddssonar. Eins og vænta mátti, fór hann ríðandi á fyndnisfáknum um víðan völl og mér fannst að þetta hefði verið upplagt sem skemmtiatriði á Landsfundarhófinu sem verður haldið í kvöld. Auðvitað kom í ljós að hann er sannfærður um að honum hefur aldrei orðið neitt á í verkum sínum né framgöngu. Ljósast fannst mér það þegar hann fjallaði um fjölmiðlalögin frægu; þar sem hann er gersamlega blindur á að það var hann sjálfur sem eyðilagði það mál með ofstopaframkomu sinni. Loks þegar hann réðst persónulega að Vilhjálmi Egilssyni var mér nóg boðið og ég gekk út úr salnum!
![]() |
Víkingar með Samfylkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gott hjá þér!
Svala Jónsdóttir, 28.3.2009 kl. 18:56
Flott hjá þér - þetta hefðu fleiri landsfundarmenn mátt gera, en ekki átt að sitja hlæjandi og klappandi undir ruglinu í aumingja manninum.
Ingibjörg Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.