30.12.2009 | 00:09
Þjóðníðingar??
Nú er upplýst að gögn um að Ísland hafi haft mikla möguleika á málssókn á hendur breskum stjórnvöldum, hafi verið sýnd íslenskum stjórnvöldum á þessu ári. Þessum gögnum hefur verið haldið leyndum fyrir Alþingi þar til nú í dag. Meira að segja er fullyrt að Össuri Skarphéðinssyni hafi verið kynnt þetta allt á fundi í London. Svo er sagt að formaður samninganefndar Íslands, Svavar Gestsson, hafi ákveðið að það þyrfti ekkert að sýna ráðherranum allt sem væri í skjölunum. Hverju á maður að trúa? Lenti Össur á fylleríi og mætti ekki á fundinn? Var Svavar Gestsson að framfylgja skipunum flokksbróður síns, Steingríms J. Sigfússonar? Eru hér þjóðníðingar á ferð?
Meginefnið liggur skýrt fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eða ert þú að misskilja allt ?
hilmar jónsson, 30.12.2009 kl. 00:13
Nei Halldór, það er engin misskilningur í gangi hér, þó að atburðarásin virðist lygileg.
Það sem maður var vitni að með því að horfa á Alþingisrásina í kvöld fær mann til að trúa að stjórnin sé að reyna troða þessu upp á okkur með einhverjum annalegum hvötum.
Gísli (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 00:16
Maður á bara ekki orð yfir framkomu ríkis"stjórnarinnar" og hennar undirsáta (lesist Svavar Gests í þessu tilviki).
Hvað er eiginlega í gangi? Ég held ég hafi sjaldan séð meira krassandi efni en beina útsendingu af vef Alþingis í kvöld.
Ég á bara ekki aukatekið orð..........
BURTU MEÐ ÞESSA "STJÓRN" OG ÞAÐ Í EINUM GRÆNUM!
OG EF SATT REYNIST (MEÐ UNDANSKOT SVAVARS Á GÖGNUM) Á HANN HVERGI ANNARSSTAÐAR HEIMA EN Í STEININUM FYRIR LANDRÁÐ.
SAMA Á VIÐ UM ÖSSUR EF HANN HEFUR LEYNT FYRIR ALÞINGI FUNDINUM Í LONDON OG/EÐA ÞEIM GÖGNUM SEM HONUM EIGA ÞAR AÐ HAFA VERIÐ KYNNT.
Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 00:36
Það erum við sem ráðum mætum að alþingi stoppum þessa pólitísku nauðgun á okkur og börnum framtíðar.
Sigurður Haraldsson, 30.12.2009 kl. 01:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.