30.12.2009 | 00:46
Hefur skynsemin yfirunnið þrælsóttan?
Eftir fund formanna stjórnmálaflokkanna hefur umræðu um Ice-Save verið frestað á Alþingi. Vonandi er tilgangurinn að veita þingmönnum frest til að kynna sér nýjustu leyniskjölin sem virðast bera með sér aðallega tvennt, í fyrsta lagi að "sérfræðingar" Íslands í samningum við Breta og Hollendinga, þeir Svavar Gestsson og Indriði Þorláksson, hafi haft á því "próflestur" um hvaða gögn yrðu yfirleitt sýnd íslenskum stjórnvöldum; og hins vegar að ráðherrarnir Össur Skarphéðinsson og Steingrímur J. Sigfússon hafi frá upphafi verið fullvissir um að það væri ekkert að semja um og þeir þyrftu að taka hverju sem byðist. Þetta væri hvort eð er allt Sjálfstæðisflokknum, í fortíð, nútíð og framtíð, að kenna! Líklega voru þeir bara að gefa Svavari og Indriða séns á góðum dagpeningum og vist á fimmstjörnu hótelum, en pössuðu sig líka á því að láta þá sitja með pöplinum á almennu farrými í flugvélunum. Það verður jú að hugsa um "immidsjið". í poppúlismaskyni!
Auðvitað var Jóhanna Sigurðardóttir hvergi í neinni mynd í þessum efnum, enda kemur henni svona skitirí ekkert við! Hún er í felum, önnum kafin við gera alls ekki neitt!
Ég get ekki látið hjá líða að láta hér í ljós myndlíkingu sem mér datt í hug. Hún er sú að Vinstri Grænir- og Samfylkingarráðherrar hafi tekið sér hrífuskaft í hönd og muni nú um langt skeið láta hrífuskaft ganga, ósmurt, upp í versta stað á íslenskum almenningi; segjandi, með lostaglampa í augum, að þetta sé allt íhaldinu að kenna; þeir smíðuðu jú helvítis skaftið!
Icesave-umræðu frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ljótt er ef satt er.
Sigurður Haraldsson, 30.12.2009 kl. 00:50
Ætli þetta sé ekki sú besta líkindasaga sem ég hef lesið varðandi þessa guðsvoluðu ríkisstjórn.
Stefán Óli Sæbjörnsson, 30.12.2009 kl. 01:13
Góð líking,en nú er forseti sest í stólinn á Alþingi,best að sjá hverju fram vindur.
Helga Kristjánsdóttir, 30.12.2009 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.