Sjálfsþöggun??

"Hann kveðst hins vegar reiðubúinn til að gera þeim aðilum sem fást við rannsókn málsins grein fyrir sinni hlið verði eftir því óskað."

Hvurn fjandann á Vilhjálmur við?  Telji hann upplýsingar, sem  hann býr yfir, eiga erindi við yfirvöld: þá ber honum skylda til að láta vita um það, en bíður ekki eftir því að "þeir óski eftir því"!!!  Vill hann kannski fá borgað fyfir upplýsingarnar?


mbl.is Vildu Vilhjálm Bjarnason burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver skyldi hafa verið FORMAÐUR samkeppniseftirlits á Íslandi???????

Gylfi  Magnússon, sá sami og er nú ráðherra!

Lesið fylgiskjölin! Fyrir alla muni, lesið!

Blasir ekki við öllum, að það var FME sem klikkaði?  Að Jónas Fr. Jónsson, Magnússonar þingflokksformanns Frjálsyndra og Jón Sigurðsson, eðal-emirítusarkrati, hafi klikkað "big-time"?


mbl.is FME fann ekki markaðsmisnotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylfi "gefur okkur puttann"!

Gylfi Magnússon "fagráðherra" flutti jómfrúrræðu sína á Alþingi í dag.  Hann flutti okkur sína sýn um ný drög að löggjöf um Seðlabanka Íslands, en sagði okkur um leið að ykkur, það er að segja okkur puplinum, kemur ekki rassgat við hverjir sömdu frumvarpsdrögin.  Sem sagt, "gaf okkur puttann"!
mbl.is Aldrei tekist að reka almennilegan seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Séð og Heyrt" framboð?

Ég tippa á að fyrir næstu kosningar verði fjöldinn allur af "uppaliði" sem þykist þess umkominn að sýna okkur "veginn" áfram.  Þetta er alveg pottþétt leið til að vera í slúðurdálkum um nokkra framtíð; þótt Jón Ásgeir og Björgúlfarnir hætti að halda súper-partí næstu vikur!
mbl.is Sigmundur Ernir í pólitíkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hallgrímur Helgason????????

Hvað skyldi ráða við slíka úthlutun?  Alla vega EKKI gæði!
mbl.is Þrír rithöfundar fá starfslaun í 3 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefnir menntamálaráðherra Röskvu?

Ég held að Katrínu Jakobsdóttur hljóti að vera sáróánægð með útkomu kosninganna í Háskóla Íslands.  Og nú getur hún sparað og sparað í ráðuneytinu með því að þurfa ekki að efna loforð gefin Röskvuliðinu á meðan hún bjóst aldrei við að komast til valda!
mbl.is Vaka sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pissu áhugi Sivjar!

Ég veit ekki hversu ljós mönnum hefur verið þessi áhugi Sivjar Friðleifsdóttur á þvagfærum karla og kvenna; en ég held ég fullyrði að Björn hafi vinninginn á milli þeirra þriggja, ef keppnin felst aðeins í  að bunan fari lengst frá líkamsopinu!
mbl.is Mælt fyrir frumvörpum um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Toyota til sölu!

Ég vildi glaður geta mótmælt þessari meðferð á bloggaranum með því að losa mig við Tojótuna mína og látið mig endilega vita ef einhver er tilbúinn að kaupa bílinn minn á ca.3 milljónir, þó ég viti vel að ég fengi aldrei nema tæpan helming þess á markaði.  Ég væri líka reiðubúinn að losa mig við bílinn, ef einhver myndi vilja taka yfir áhvílandi myntkörfulán hjá Lýsingu, með afborgun upp á ca.78,000 krónur á mánuði.  Ég held ég yrði jafnvel tilbúinn að keyra bílinn heim til kaupandans og labba síðan heim (allt innan skynsamlega marka, auðvitað!).
mbl.is Bloggari rekinn fyrir skrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Jón Ásgeir sjúkur á geði?

Ofsóknarbrjálæði útrásarvíkingsins er greinilega komin á ystu nöf og ættingjar mannsins ættu að gæta vel að honum á næstu dögum.  Svo þarf einhver endilega að segja manninum að Hreinn Loftsson er alls ekki lengur í "innsta hring" Sjálfstæðisflokksins!
mbl.is Jón Ásgeir kennir Davíð um fall Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband