Tapað stríð!

Ég held að því miður sé Georgía ofurseld þeim örlögum, að verða aftur rússnesk nýlenda.  Rússar munu fara sínu fram og amerískar og evrópskar hálfvelgjur hafa ákkúrat ekkert um það að segja.  Litla, feita strengjabrúðan í sendiráðinu hér á Íslandi sagði, nákvæmlega eins og erkifasistinn Pútín, að ríkisstjórn Georgíu væru hópur stríðsglæpamanna og sekir um þjóðarmorð og ég er alveg handviss um að Rússar munu fara alla leið og draga þá fyrir stalínsk sýndarréttarhöld síðar meir.

En mikið óskaplega held ég að Eistar, Lettar og Litháar séu ánægðir með að Rússland skuli hafa verið á hnjánum þegar þessi löng brutust undan okinu og gengu í NATÓ hér fyrr á tíð.  Þú ætluðu Rússar sko að taka í taumana og "gæta rússneskra ríkisborgara", alveg eins og nú í Suður-Ossetíuhéraði; en þeir höfðu bara enga burði til þess þá.  En hversu lengi skyldu ríkisborgarar baltnesku landanna geta verið alveg öruggir??  Eru menn alveg öruggir um að Rússar þurfi ekki að "vernda" rússneska ríkisborgara sem "farið er illa með" í þessum löndum?


mbl.is Sarkozy í friðarumleitunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessir svokölluðu aðskilnaðarsinnar sem njóta stuðnings Rússa eru allt eins þjóðarmorðingjar sjálfir, fyrir rúmum áratug háðu þeir borgarastríð í Abkhaziuhéraði sem lyktaði með sigri aðskilnaðarsinna og í kjölfarið slátruðu þeir tugum þúsunda Georgíumanna en ráku restina eða allt að 250.000 manns í útlegð. Ef það er ekki þjóðernishreinsun þá veit ég ekki hvað og því spurning hvort Georgíumenn eru ekki bara í fullum rétti að reyna að bola þessu liði frá. Ef Rússum er svona umhugað um þá ættu þeir kannski bara að aðstoða með því að taka greiðlega á móti þeim og finna þeim stað innan landamæra Rússlands en mögulega kæra þeir sig ekkert um það.

Fyrir mér er augljóst um hvað þessi hernaður snýst af hálfu Moskvu en ég á hinsvegar mjög erfitt með að skilja afhverju þessir "aðskilnaðarsinnar" vilja búa í Georgíu en samt vera með rússneskt ríkisfang. Þetta er svipað og ef ég byggi í Vestmannaeyjum en heimtaði alt í einu að fá lögheimili mitt skráð á Húsavík. Ekki nóg með það heldur myndi ég svo segja mig úr lögum við Eyjar og heimta að lögreglusamþykkt og aðrar reglugerðir Þingeyinga yrðu látin gilda á lóð minni í Eyjum og henni þannig breytt í de facto þingeyskt yfirráðasvæði. Ætti ég þá nokkuð lengur löglegt tilkall til lóðarinnar í landi Vestmannaeyjabæjar, eða þætti einhverjum óeðlilegt að mér yrði hreinlega bara skipað að hypja mig norður!?

Guðmundur Ásgeirsson, 12.8.2008 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband