Forfallaðist?? Taka tvö!

Hér fyrr á blogginu setti ég fram þá skoðun, að ef forföllun Davíðs væri vegna heilsuleysis, þá væri það vonandi alvarlegt!  Ég sé að það er alls ekki réttlátt af mér að setja slíkt fram, án skýringa.  Ég læt mér nú samt í léttu rúmi liggja hræsnisfullar umvandanir annarra bloggara og sér í lagi þeirra sem eru fullorðnir menn að spila pleisteisjón í kjallaranum hjá mömmu og pabba.  Og ég veit sossum að þeir eru enn til sem gapa eftir hverju orði Davíðs og sleikja upp slefur sem hundur við hæl.  Ég telst víst seint vera "vinur Davíðs", hafandi þó verið í "návígi" við hann í flokksstarfi og víðar.  Ég studdi hann alls ekki í formannskjöri gegn Þorsteini Pálssyni hér fyrr á tíð, en viðurkenni að hann var mikilhæfur foringi okkar Sjálfstæðismanna um árabil.  Og ég var satt að segja að vona að hann myndi sjálfviljugur hætta pólitískum afskiptum, þegar hann hætti formennsku og ráðherradómi.  En því miður kaus hann, með fullri meðvirkni aðila sem áttu að vita betur; að færa sig yfir á stað þar sem hann var ekki lengur háður því að þurfa að sýna duttlungafullum kjósendum og flokksmönnum að hann væri trausts verður í kosningum og á landsfundum.  Auðvitað áttum við "hin" að vera háværari þegar við vöruðum við hversu hættulegt það væri að gefa honum seðlabankastjórastólinn.  Það hefur síðan ekkert staðið á "bommertum", sem eru að mínu viti fullkomlega meðvitaðar af hálfu Davíðs Oddssonar og hann gefur skít í álit annarra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sannarlega og réttilega fengið á baukinn fyrir vikið og jafnvel landsmenn flestir; en auðvitað ekki hálfþrítugir mömmustrákar að spila pleisteisjón!  Ég er sumsé að verða úrkula vonar um að Davíð verði settur til hliðar á "eðlilegan" hátt og farinn að óska þess að handleiðsla máttar æðri þeim "bláa" taki í taumana.  Lái mér hver sem vill!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

'eg er góður vinur manns sem vann með Davíð hér á árum áður og þekkir hann mjög vel.

Ég vona að þér verði að ósk þinni og þá rætist mín líka...það er bara megnið af þjóðinni sem stendur með þér enn þora ekki að segja neitt..

Óskar Arnórsson, 27.11.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband