Færsluflokkur: Bloggar

Ókei! Svo langt sem það nær.

Ef þetta er niðurstaðan um sérstök viðbrögð ríkisstjórnarinnar til að létta fólki greiðslubyrðar vegna efnahagsþrenginga eftir bankahrunið; þá er þetta allsendis ófullnægjandi.  Það á að opna séreignarsjóðina fyrir öllum, burtséð frá aldri, sem kjósa að taka út innistæður sínar til að verja eignir, sem annars myndu glatast í gjaldþroti.  Ég hef enn ekki séð neinn sem er mótfallinn þessari aðgerð, nema sjóðagreifana sem auðvitað myndu missa spón úr markaðsspilaaski sínum.
mbl.is Mega taka séreignasparnaðinn út í einu lagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rumpulýður Vinstri Grænna!

Skyldi stofukommadóttirin af Alþingi, Álfheiður Ingadóttir, hafa verið fremst í flokki?
mbl.is Átök við Ráðherrabústaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er glerhýsi ASÍ tryggt??

"Gylfi Arnbjörnsson var kjörinn forseti ASÍ á 8. ársfundi Alþýðusambandsins 24. október 2008.  Hann hafði frá árinu 2001 verið framkvæmdastjóri ASÍ en Gylfi kom fyrst til starfa hjá verkalýðshreyfingunni árið 1989, þá sem hagfræðingur Kjararannsóknarnefndar.  Hann var hagfræðingur ASÍ frá 1992-1997 og framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf frá 1997-2001."

Ég hef orðið var við að sumir bera blak af Gylfa sem nýkjörnum forseta ASÍ og að hann hafi hvergi verið nærri þegar óráðssía útrásarinnar stóð sem hæst.  Ég vona að ofangreindur ævipistill, tekinn af vef ASÍ, skýri fyrir fólki að téður Gylfi hefur setið á vaktinni við og yfir "kjötkötlunum" alla þessa tíð og reyndar lengur.  Hvað skyldi nú vera til af skjalfestum viðvörunum frá Gylfa undanfarin 20 ár, t.d. til handa trúnaðarmönnum verkalýðshreyfingarinnar í lífeyrissjóðunum, um að forðast fjárfestingar í íslenskum bönkum og annað það sem aflaga hefur farið frá því í byrjun október 2008?

Gylfi hefur auðvitað ekkert verið að hafa fyrir því að setja fram bein rök fyrir brottrekstri viðskipta- og fjármálaráðherra, önnur en að gefa í skyn að þeir hafi "sofið á verðinum".  Ókei! Ég skal fallast á að þegar litið er í baksýnisspegilinn megi sjá víti sem hefðu átt að vera til varnaðar hjá þessum tveimur ráðherrum, eins og reyndar öllum sem nærri "kjötkötlunum" komu.  En Gylfi er sjálfur einn af þeim sem lengst hafa setið og sjálfsagt fengið ríflega greitt fyrir.

Segðu því af þér forsetatigninni Gylfi og sjáðu til þess að allir í stjórn ASÍ, sem setið hafa lengur við "kjötkatlana" lengur en síðastliðna ca. sex mánuði, segi líka af sér!  Þá skal ég standa upp og hvetja þessa tvo einstaklinga, ráðherrana, til að taka pokann sinn!


mbl.is Kosningar eru hættuspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki í mínu nafni!

Alþýðusamband er samnefnari ólýðræðislegasta kerfis á landinu.  Þar stendur enginn upp úr stól nema hann vilji sjálfur, enda stríðaldir í launum og bitlingum.  Gylfi Arnbjörnsson talar ekki og setur engar kröfur fram gagnvart einum né neinum í mínu nafni!
mbl.is Ríkisstjórnin stokki upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forfallaðist?? Taka tvö!

Hér fyrr á blogginu setti ég fram þá skoðun, að ef forföllun Davíðs væri vegna heilsuleysis, þá væri það vonandi alvarlegt!  Ég sé að það er alls ekki réttlátt af mér að setja slíkt fram, án skýringa.  Ég læt mér nú samt í léttu rúmi liggja hræsnisfullar umvandanir annarra bloggara og sér í lagi þeirra sem eru fullorðnir menn að spila pleisteisjón í kjallaranum hjá mömmu og pabba.  Og ég veit sossum að þeir eru enn til sem gapa eftir hverju orði Davíðs og sleikja upp slefur sem hundur við hæl.  Ég telst víst seint vera "vinur Davíðs", hafandi þó verið í "návígi" við hann í flokksstarfi og víðar.  Ég studdi hann alls ekki í formannskjöri gegn Þorsteini Pálssyni hér fyrr á tíð, en viðurkenni að hann var mikilhæfur foringi okkar Sjálfstæðismanna um árabil.  Og ég var satt að segja að vona að hann myndi sjálfviljugur hætta pólitískum afskiptum, þegar hann hætti formennsku og ráðherradómi.  En því miður kaus hann, með fullri meðvirkni aðila sem áttu að vita betur; að færa sig yfir á stað þar sem hann var ekki lengur háður því að þurfa að sýna duttlungafullum kjósendum og flokksmönnum að hann væri trausts verður í kosningum og á landsfundum.  Auðvitað áttum við "hin" að vera háværari þegar við vöruðum við hversu hættulegt það væri að gefa honum seðlabankastjórastólinn.  Það hefur síðan ekkert staðið á "bommertum", sem eru að mínu viti fullkomlega meðvitaðar af hálfu Davíðs Oddssonar og hann gefur skít í álit annarra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sannarlega og réttilega fengið á baukinn fyrir vikið og jafnvel landsmenn flestir; en auðvitað ekki hálfþrítugir mömmustrákar að spila pleisteisjón!  Ég er sumsé að verða úrkula vonar um að Davíð verði settur til hliðar á "eðlilegan" hátt og farinn að óska þess að handleiðsla máttar æðri þeim "bláa" taki í taumana.  Lái mér hver sem vill!

Forfallaðist??

O! Jæja!?  Heilsuleysi, kannski?  Ég vona bara að það hafi verið eitthvað alvarlegt.
mbl.is Davíð frestar komu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

G.Pétur er lygamörður.

Í honum sannast máltækið um músina sem læðist.  Kannski væri mál að taka fram skilirí sem sýna téðan G.Pétur bera fram ásökun um afbrot og stórglæpi, við ákvörðun um að hætta að greiða afnotagjöld RÚV.  Hann sem sjálfur var búinn að njóta skattskyldra hlunninda í formi ólöglega niðurfelldra opinberra gjalda um árabil, án þess að greiða af því tekjuskatta.  Það kemur því ekkert á óvart að það sé staðfest að hann er þjófur að öðru leyti einnig.
mbl.is Krafa um að viðtali við Geir verði skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórðargleði?

Einhvern veginn er það svo að það vottar ekki fyrir samúð hjá mér í garð breskra húsmissenda. Ég vona samt að það sé ekki illt innræti eða skítlegt eðli; heldur vegna vonlausrar reiði í garð ríkisstjórnar Breta, sem með framferði sínu gerði illt miklu verra en þurfti að vera.

Og ég veit líka að þetta er alveg gagnkvæmt í garð Íslendinga vegna aðgerða útrásarmógúla og svo varnarleysis íslenskra stjórnvalda í áróðursmálum eftir "fallið". 


mbl.is Tugþúsundir Breta að missa heimili sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefnd?

Sumir myndu segja að það færi ansi langt með að hefna fyrir allt saman, ef tækist að koma Guðjóni Þórðar til Bretlands!
mbl.is Guðjón hyggst sækja um störf á Englandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt upp á borðið. Síðan kjósum við!

Hér er um svo stórkostlegar fjárhæðir að tefla, að ríkisstjórnin, jafnvel með sinn mikla meirihluta á þingi; getur ekki veðsett framtíð þjóðarinnar um langa framtíð án þess að fá til þess nýtt umboð.  Þess vegna verður að leggja öll spil á borðið og gera kjósendum grein fyrir möguleikum í stöðunni.  Erlendar stofnanir á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ESB geta ekki lengur krafist trúnaðar um eitt eða neitt.  Hér skal nefnilega ákveða stefnu Íslands til langrar framtíðar, innanlands sem utan-; t.d. um hvert við lítum þegar við skoðum hverjar verða kallaðar vinaþjóðir héðan í frá.
mbl.is Enginn góður kostur í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband